Fjögurra trolla veiðitækni fyrir fiskiskip framtíðarinnar
Margt forvitnilegt bar fyrir augun í nýafstaðinni ferð Hampiðjunnar og gesta í tilraunatankinn í Norðursjávarmiðstöðinni í Hirtshals í Danmörku. Þar á meðal var fjögurra trolla veiðitækni fyrir rækjuveiðar sem Cosmos Trawl í Hirtshals hefur hannað en fyrirtækið er eitt hlutdeildarfélaga Hampiðjunnar.