Lykilstærðir
Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.
- Rekstrartekjur voru 63,8 m€ (59,5 m€).
- EBITDA af reglulegri starfsemi var 9,5 m€ (8,5 m€).
- Hagnaður tímabilsins nam 13,6 m€ (11,1 m€.)
- Heildareignir voru 199,7 m€ (194,4 m€ í lok 2016).
- Vaxtaberandi skuldir voru 74,2 m€ (81,4 m€ í lok 2016).
- Eiginfjárhlutfall var 51,2% (48,1% í lok 2016).
Rekstur
Rekstrartekjur samstæðunnar voru 63,8 m€ og jukust um 7,3% frá fyrstu sex mánuðum fyrra árs.
EBITDA félagsins hækkaði um 12% á milli tímabila eða úr 8,5 m€ á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 í 9,5 m€ á fyrstu sex mánuðum þessa árs.
Innleystur söluhagnaður fjárfestingareigna nam 6,6 m€ samanborið við 4,3 m€ á sama tímabili á árinu 2016.
Hagnaður tímabilsins var 13,6m€ en var 11,1 m€ fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2016.
Efnahagur
Heildareignir voru 199,8 m€ og hafa hækkað úr 194,4 m€ í árslok 2016.
Eigið fé nam 102,2 m€, en af þeirri upphæð eru 10,9 m€ hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga.
Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í lok tímabilsins 51,2% af heildareignum samstæðunnar.
Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 74,2 m€ samanborið við 81,4 m€ í ársbyrjun.
Árshlutareikningurinn er aðgengilegur á heimasíðu Hampiðjunnar hf., www.hampidjan.is.
Hjörtur Erlendsson, forstjóri:
Rekstur og afkoma fyrirtækja Hampiðjunnar erlendis hefur verið góður og framar vonum á fyrrihluta ársins. Verkfall sjómanna í byrjun ársins dró úr sölu innanlands meðan á því stóð en áhrif þess eru þó minnkandi eftir því sem á líður. Í heildina hefur sala samstæðunnar aukist töluvert á fyrri hluta ársins miðað við sama tímabil síðasta ár.
Samið var um kaup á félaginu Voot Beita ehf. í sumarbyrjun og eru kaupin til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og samþykktar er vænst á næstu vikum.
Samþætting í kjölfar kaupanna á P/f Von í Færeyjum á síðasta ári hefur gengið vel og rekstur félagsins hefur staðið fyllilega undir væntingum fram til þessa og félagið skilað góðri afkomu.
Fjárhagsdagatal
Ársuppgjör fyrir árið 2017 - 22. mars 2018
Nánari upplýsingar
Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson forstjóri í síma 664 3361.
Viðurkenndur ráðgjafi
Viðurkenndur ráðgjafi Hampiðjunnar á Nasdaq First North er PwC.
Viðhengi:
Uppgjor 6 manuir 2017 IFRS.pdf
Hampijan - Lykiltolur 30. juni 2017.pdf
Íslenska
Español
Pусский
Hampidjan Iceland
Hampidjan New Zealand
Hampidjan Russia
Hampidjan Canada
Hampidjan Faroe Islands
Hampidjan USA
Hampidjan Baltic Lithuania
Cosmos Trawl Denmark
Swan Net Gundry Ireland
Hampidjan Australia