Sex mánaða árshlutareikningur 2013
Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.
- Rekstrartekjur jukust um 11% og voru 26,6 milljónir (23,9 milljónir).
- Hagnaður fyrir fjárliði (EBITDA) var 4,6 milljónir (4,2 milljónir).
- Hlutdeild í afkomu HB Granda var 1,5 milljónir til tekna (158 þús. til gjalda).
- Hagnaður tímabilsins var 4,2 milljónir (2,2 milljónir).
- Heildareignir voru 87,6 milljónir (81,6 milljónir).
- Vaxtaberandi skuldir voru 24,5 milljónir (24,5 milljónir).
- Eiginfjárhlutfall var 60% (60%).
Rekstur
Rekstrartekjur samstæðunnar voru 26,6 milljónir og jukust um 11% frá fyrstu sex mánuðum fyrra árs. Tilkoma Nordsötrawl í samstæðuna skýrir söluaukninguna á milli tímabilanna. Rekstrarhagnaður var 13,6% af rekstrartekjum eða 3,6 milljónir en var 14% fyrir sama tímabil á fyrra ári, eða 3,3 milljónir.
Fjármunatekjur ásamt hlutdeild í tapi HB Granda, að frádregnum fjármagnsgjöldum, voru ein milljón evra til tekna en var 622 þúsund til gjalda fyrstu sex mánuðina á fyrra ári.
Hagnaður tímabilsins var 4,2 milljónir en var 2,2 milljónir sama tímabil fyrra árs.
Efnahagur
Heildareignir voru 87,6 milljónir í lok tímabilsins. Eigið fé nam 52,3 milljónum, en af þeirri upphæð eru 6,3 milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé Swan Net Gundry á Írlandi, Nordsötrawl í Danmörku og Fjarðaneta á Íslandi. Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í lok júní 60% af heildareignum samstæðunnar.
Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 24,5 milljónum sem er sama fjárhæð og var í byrjun ársins.
Jón Guðmann Pétursson, forstjóri:
„Sala og afkoma samstæðunnar var góð fyrrihluta ársins. Innkoma Nordsötrawl í samstæðuna ásamt umskiptum til batnaðar í afkomu HB Granda vega þyngst í að afkoma tímabilsins er betri en á sama tíma árið áður. Seinni hluti ársins er yfirleitt lakari hjá okkur en fyrri hlutinn og útlit fyrir að sú verði einnig raunin á þessu ári.“
Reykjavík 30. ágúst 2013,
Hampiðjan hf.
Árshlutareikningurinn má sjá hér
Íslenska
Español
Pусский
Hampidjan Iceland
Hampidjan New Zealand
Hampidjan Russia
Hampidjan Canada
Hampidjan Faroe Islands
Hampidjan USA
Hampidjan Baltic Lithuania
Cosmos Trawl Denmark
Swan Net Gundry Ireland
Hampidjan Australia