Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.
- Rekstrartekjur minnkuðu um 0,8% og voru 26,4 m€ (26,6 m€).
- Hagnaður fyrir fjárliði (EBITDA) var 3,2 m€ (4,6 m€).
- Hlutdeild í afkomu HB Granda var 0,9 m€ til tekna (1,5 m€ til tekna).
- Hagnaður tímabilsins var 2,6 m€ (4,2 m€).
- Heildareignir voru 91,5 m€ (88,7 m€).
- Vaxtaberandi skuldir voru 24,3 m€ (24,2 m€).
- Eiginfjárhlutfall var 63% (63%).
Rekstur
Rekstrartekjur samstæðunnar voru 26,4 m€ og minnkuðu um 0,8% frá fyrstu sex mánuðum fyrra árs. Minni sala í Danmörku á tímabilinu var vegin upp af innkomu Swan Net USA í samstæðuna.
Rekstrarhagnaður fyrir aðrar tekjur og gjöld var 14,4% af rekstrartekjum eða 3,8 m€ en var 13,6% fyrir sama tímabil á fyrra ári, eða 3,6 m€.
Greiðslur til fv. forstjóra við starfslok vega þungt í rekstrinum en sú upphæð kemur til gjalda sem 1,6 m€.
Fjármunatekjur ásamt hlutdeild í hagnaði HB Granda, að frádregnum fjármagnsgjöldum, voru 0,6 m€ til tekna en var 1,0 m€ til tekna fyrstu sex mánuðina á fyrra ári.
Hagnaður tímabilsins var 2,6 m€ en var 4,2 m€ sama tímabil fyrra árs.
Efnahagur
Heildareignir voru 91,5 m€ í lok tímabilsins. Eigið fé nam 57,2 m€, en af þeirri upphæð eru 7,4 m€ hlutdeild minnihluta í eigin fé Swan Net Gundry á Írlandi, Fjarðaneta á Íslandi, Nordsötrawl í Danmörku og Swan net USA. Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í lok júní 63% af heildareignum samstæðunnar.
Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 24,3 milljónum sem er nánast sama fjárhæð og var í byrjun ársins.
Hjörtur Erlendsson, forstjóri:
„Salan fyrrihluta ársins er svipuð og á sama tímabili síðasta árs þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður í Danmörku. Velta Swan Net USA sem bætist við samstæðuna á þessu ári hefur að mestu vegið upp minni sölu þar. Rekstarhagnaður fyrir aðrar tekjur og gjöld er hærri en á sama tímabili í fyrra. Greiðslur til fv. forstjóra við starfslok setja mark á uppgjörið og veldur því að hagnaður tímabilsins er minni en árið áður ásamt því að hlutdeild í afkomu HB Granda minnkar frá fyrra ári.“
Árshlutareikninginn er hægt að nálgast hér
Íslenska
Español
Pусский
Hampidjan Iceland
Hampidjan New Zealand
Hampidjan Russia
Hampidjan Canada
Hampidjan Faroe Islands
Hampidjan USA
Hampidjan Baltic Lithuania
Cosmos Trawl Denmark
Swan Net Gundry Ireland
Hampidjan Australia