Sex mánaða árshlutareikningur 2011 (fjárhæðir í evrum).
- Hagnaður var 2,6 millj. (6 mán. 2010: 1,6 millj.)
- Rekstrartekjur voru 20,4 millj. (6 mán 2010: 21,7 millj.)
- EBITDA, hagnaður fyrir fjárliði, var 3,3 millj. (6 mán. 2010: 4,2 millj.)
- Hlutdeild í hagnaði HB Granda var 1,4m (6 mán. 2010: -0,1 millj.)
- Heildareignir 30. júní 2011 voru 80,6 millj.
- Eiginfjárhlutfall var 51%.
Rekstur
Rekstrartekjur samstæðunnar voru 20,4 milljónir og drógust saman um 5,8% frá sama tímabili árið áður. Hagnaður fyrir fjárliði (EBITDA) var 16% af rekstrartekjum eða 3,3 milljónir en var 19% eða 4,2 milljónir á sama tímabili í fyrra. Fjármunatekjur ásamt hlutdeild í hagnaði HB Granda að frádregnum fjármagnsgjöldum voru 0,4 milljónir til tekna en voru 1,3 milljónir til gjalda á sama tímabili í fyrra.
Hagnaður tímabilsins var 2,6 milljónir en var 1,6 milljón á sama tímabili í fyrra.
Efnahagur
Heildareignir voru 80,6 milljónir í lok tímabilsins. Eigið fé nam 41,1 milljón, en af þeirri upphæð eru 5,2 milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í lok tímabilsins 51% af heildareignum samstæðunnar.
Vaxtaberandi skuldir námu í lok tímabilsins 32,1 milljón og höfðu lækkað um 1,6 milljónir frá áramótum.
Jón Guðmann Pétursson, forstjóri:
Fimmtungs tekjusamdráttur Swan Net Gundry á Írlandi skýrir að stærstum hluta sölusamdrátt samstæðunnar frá sama tíma í fyrra. Rekstur netaverkstæðanna á Íslandi, Danmörku og Nýja Sjálandi gekk vel á tímabilinu. Minniháttar tap var á rekstri netaverkstæðanna í Namibíu, Kanada og Bandaríkjunum. Afkoma verksmiðjunnar í Litháen var lakari en á sama tíma í fyrra en hækkun rekstrarkostnaður, aðallega hráefna, dró úr afkomu félagsins. Sala á ofurtógi til olíuiðnaðar var minni en á sama tíma í fyrra en gott útlit er fyrir sölur á seinni hluta ársins.
Reykjavík 26. ágúst 2011,
Hampiðjan hf.
Hampidjan - Lykiltölur 30.júní 2011.xls
Hampiðjan hf 30 júní 2011.pdf
Íslenska
Español
Pусский
Hampidjan Iceland
Hampidjan New Zealand
Hampidjan Russia
Hampidjan Canada
Hampidjan Faroe Islands
Hampidjan USA
Hampidjan Baltic Lithuania
Cosmos Trawl Denmark
Swan Net Gundry Ireland
Hampidjan Australia