Hampiðjan hefur ráðið Emil Viðar Eyþórsson sem fjármálastjóra Hampiðjunnar. Emil er 35 ára og menntaður sem viðskiptafræðingur frá HÍ með áherslu á reikningshald og endurskoðun og hefur verið löggiltur endurskoðandi frá 2011.
Emil hefur starfað hjá Deloitte í tæp 14 ár, fyrst við endurskoðun og uppgjör en síðar hjá fjármálaráðgjöf Deloitte. Emil varð meðeigandi hjá Deloitte á árinu 2013 og tók við sem yfirmaður fjármálaráðgjafar Deloitte á árinu 2015.
Emil er kvæntur Guðlaugu Eddu Steingrímsdóttur og eiga þau þrjú börn.
Íslenska
Español
Pусский
Hampidjan Iceland
Hampidjan New Zealand
Hampidjan Russia
Hampidjan Canada
Hampidjan Faroe Islands
Hampidjan USA
Hampidjan Baltic Lithuania
Cosmos Trawl Denmark
Swan Net Gundry Ireland
Hampidjan Australia