Cosmos Trawl, fyrirtæki í 100% eigu Hampiðjunnar, kaupir 80% hlut í rekstri og eignum Nordsötrawl í Thyborön, Danmörku
Cosmos Trawl A/S í Hirtshals, Danmörku hefur keypt 80% hlut í rekstri og eignum netaverkstæðisins Nordsötrawl sem er starfrækt í Thyborön í Danmörku. Kaupverðið, sem er að fullu greitt, var DKK 13 milljónir.
Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar:
Cosmos er stærsta netaverkstæði Danmerkur með starfsstöðvar í Hirtshals og Skagen. Norsötrawl í Thyborön er næst stærsta netaverkstæði Danmerkur en Thyborön hefur verið vaxandi fiskihöfn á umliðnum árum og er ein af megin fiskihöfnum Danmerkur. Með netaverkstæði í Hirtshals, Skagen og nú í Thyborön er staða Cosmos sterk á danska veiðarfæramarkaðnum.
Þá erum við afar ánægð að fá Flemming Ruby, eiganda og stofnanda Nordsötrawl, í lið með okkur. Hann hefur verið frumkvöðull í þróun veiðarfæra fyrir fjöltrollaveiðar þar sem skip dregur allt upp í tólf botntroll í einu. Flemming mun eiga 20% í félaginu og reka það áfram af sama myndarskap hér eftir sem hingað til.
Íslenska
Español
Pусский
Hampidjan Iceland
Hampidjan New Zealand
Hampidjan Russia
Hampidjan Canada
Hampidjan Faroe Islands
Hampidjan USA
Hampidjan Baltic Lithuania
Cosmos Trawl Denmark
Swan Net Gundry Ireland
Hampidjan Australia