|
Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur fyrra árs í sviga.
Rekstur Rekstrartekjur samstæðunnar voru 42,4 milljónir og jukust um 9% frá árinu áður. Rekstrarhagnaður af reglulegri starfsemi var 12,2% af rekstrartekjum eða 5,2 milljónir en var 10,7% í fyrra eða 4,2 milljónir. Fjármunatekjur ásamt hlutdeild í hagnaði HB Granda að frádregnum fjármagnsgjöldum voru 1,9 milljónir til tekna en voru 1 milljón til gjalda á fyrra ári. Hagnaður ársins, eftir að tillit hefur verið tekið til taps vegna aflagðrar starfsemi í Namibíu, var 7,3 milljónir en hann var 2,6 milljónir árið 2010. Efnahagur Heildareignir voru 79,5 milljónir í árslok. Eigið fé nam 46,2 milljónum, en af þeirri upphæð eru 5,4 milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé tveggja dótturfélaga. Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í árslok 58% af heildareignum samstæðunnar. Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 25,6 milljónum og lækkuðu um 8,1 milljón frá ársbyrjun. Jón Guðmann Pétursson, forstjóri: „Venjulega er seinni hluti ársins töluvert lakari hjá okkur en sá fyrri, en sú varð ekki raunin að þessu sinni. Veruleg aukning var í sölu ofurkaðla á seinni hluta ársins, ekki síst til olíuiðnaðar, og var afkastageta Hampiðjunnar í Litháen fullnýtt í þeim vörum allan síðari helming ársins og er reyndar enn. Þá var óvenju góð sala seinni hluta ársins hjá móðurfélaginu á veiðarfærum til bæði makríl- og loðnuveiða. Dótturfélögin voru öll rekin með jákvæðri afkomu á árinu og í heildina tekið var rekstrarárangur ársins góður. Til viðbótar naut félagið verulegs hlutdeildarhagnaðar frá HB Granda, en hann var 3,5 milljónir og jókst um 2,8 milljónir frá fyrra ári. Hampiðjan seldi á árinu einkaleyfi og vöruheiti tengd toghlerum og var hagnaður af því 1,4 milljónir. Þá var dótturfélagið í Walvis Bay í Namibíu selt fyrir um eina milljón og sölustarfsemi á ofurköðlum, sem áður var á hendi dótturfélags í Noregi, var flutt til móðurfélagsins á Íslandi. Helsta fjárfesting ársins var kaup á stærstu kaðlafléttivél sem smíðuð hefur verið og er nú verið að ljúka uppsetningu hennar í Litháen.“ Reykjavík 16. mars 2012, Hampiðjan hf. Ársreikningurinn er á heimasíðu Hampiðjunnar hf., www.hampidjan.is. |
|
|
Index: 0
Ársreikningur Hampiðjunnar hf. fyrir árið 2011
16.03.2012
Íslenska
Español
Pусский
Hampidjan Iceland
Hampidjan New Zealand
Hampidjan Russia
Hampidjan Canada
Hampidjan Faroe Islands
Hampidjan USA
Hampidjan Baltic Lithuania
Cosmos Trawl Denmark
Swan Net Gundry Ireland
Hampidjan Australia