Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga
- Rekstrartekjur jukust um 20% og voru 23,9 milljónir (20,0 milljónir).
- Hagnaður fyrir fjárliði (EBITDA) var 4,2 milljónir (3,4 milljónir).
- Hlutdeild í afkomu HB Granda var 158 þúsund til gjalda (1,4 milljónir til tekna).
- Hagnaður tímabilsins var 2,2 milljónir (2,6 milljónir).
- Heildareignir voru 80,8 milljónir (79,5 milljónir).
- Vaxtaberandi skuldir voru 24,5 milljónir (25,7 milljónir).
- Eiginfjárhlutfall var 59% (58%).
Rekstur
Rekstrartekjur samstæðunnar voru 23,9 milljónir og jukust um 20% frá fyrstu sex mánuðum fyrra árs. Rekstrarhagnaður var 14% af rekstrartekjum eða 3,3 milljónir en var 12,7% í fyrra eða 2,5 milljónir.
Fjármunatekjur ásamt hlutdeild í tapi HB Granda, að frádregnum fjármagnsgjöldum, voru 622 þúsund til gjalda en voru 430 þúsund til tekna á fyrra ári.
Hagnaður tímabilsins var 2,2 milljónir en var 2,6 milljónir sama tímabil fyrra árs.
Efnahagur
Heildareignir voru 80,8 milljónir í árslok. Eigið fé nam 47,4 milljónum, en af þeirri upphæð eru 5,6 milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé tveggja dótturfélaga (Swan Net Gundry á Írlandi og Fjarðanetum á Íslandi). Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í árslok 59% af heildareignum samstæðunnar.
Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 24,5 milljónum og lækkuðu um 1,2 milljónir frá ársbyrjun.
Jón Guðmann Pétursson, forstjóri:
„Sala og afkoma Hampiðju samstæðunnar var mun betri fyrrihluta ársins en hún var á sama tíma í fyrra, ef frá eru talin umskipti í hlutdeildarafkomu frá HB Granda. Söluaukningin er tilkomin vegna aukinnar sölu ofurkaðla til olíuiðnaðar og aukningar í sölu veiðarfæra á okkar helstu mörkuðum, þ.e. Íslandi, Írlandi og í Danmörku. Þó svo verkefnastaðan sé víðast hvar ágæt er seinni hluti ársins yfirleitt lakari hjá okkur en fyrri hlutinn og útlit fyrir að sú verði einnig raunin á þessu ári.“
Hampiðjan 30.júní 2012.pdf
Hampiðjan - Lykiltölur 30.juni 2012.xls
Íslenska
Español
Pусский
Hampidjan Iceland
Hampidjan New Zealand
Hampidjan Russia
Hampidjan Canada
Hampidjan Faroe Islands
Hampidjan USA
Hampidjan Baltic Lithuania
Cosmos Trawl Denmark
Swan Net Gundry Ireland
Hampidjan Australia